Bernharð Laxdal er elsta starfandi kvennfataverslun landsins, en fyrirtækið var stofnað á Akureyri af samnefndum manni,  árið 1938. Þegar fyrsti stórmarkaður landsins tók til starfa haustið 1960, í Kjörgarði við Laugavegi 59 í Reykjavik, með rúllustigum og hvaðeina, opnaði Bernharð Laxdal þar glæsilega verslun á annari hæð. Margir tryggir viðskiptavinir verslunarinnar, eiga hlýjar minningar frá þeim tíma, þegar fermingarkápan var keypt hjá Bernharð Laxdal í Kjörgarði.

 

Árið 1982 flutti verslunin í þá nýbyggt glæsilegt húsnæði á götuhæð við Laugavegi 63, þar sem hún starfar enn í dag. Í Mai 2001 tóku núverandi eigendur Guðrún R. Axelsdóttir og Einar Eiríksson við rekstrinum, en fram að þeim tíma hafði fyrirtækið verið í eigu sömu fjölskyldu.